Hleð Viðburðir
Þessum viðburði er lokið.

Fyrir alla starfsmenn 18 ára og eldri. Aðstoðarforingjar eru einnig hvattir til að mæta.

Á námskeiðinu Verndum þau er farið fyrir skyldur og ábyrð starfsfólks sem starfar með börnum og unglingum. Þátttakendur læra að lesa vísbendingar um vanrækslu eða ofbeldi, hvort sem það er andlegt, líkamlegt eða kynferðislegt. Þá er ekki síður mikilvægt að kunna að bregðast rétt við, ef slík mál koma upp. Ólöf Ásta Farestveit og Þorbjörg Sveinsdóttir, höfundar bókarinnar Verndum þau, eru kennarar á námskeiðinu.

KFUM og KFUK gerir þær körfur til allra sem starfa með börnum og unglingum á vettvangi félagsins að sækja Verndum þau námskeið á a.m.k. tveggja ára fresti. Til að tryggja að allir komist á Verndum þau námskeiðið heldur KFUM og KFUK það tvisvar sinnum með 6 vikna millibili.

Léttur kvöldverður er innifalinn í námskeiðinu.

Upplýsingar

Dagsetning:
Mánudagur 27. maí 2019
Tími:
17:30 - 20:30
Viðburðaflokkur:

Staðsetning

KFUM og KFUK Holtavegur
Holtavegur 28
Reykjavík, 104 Iceland
+ Google Map
Sími:
588-8899
View Venue Website