Hleð niður Events

Sumarið 2020 heldur KFUM og KFUK í Finnlandi norrænt unglingamót í nyrstu byggðum Finnlands. Íslensk ungmenni hafa um áratugaskeið tekið þátt í þessum mótum vítt og breytt á norðurlöndunum, nú síðast í Vestmannaeyjum 2017.

Upplýsingar

KFUM og KFUK á Norðurlöndunum hafa haldið Norræn mót á tveggja til þriggja ára fresti í meira en 75 ár. Síðasta mót var haldið í Vestmannaeyjum en ferðini er núna heitið til Tievatupa í Lapplandi, norður Finnlandi 13.- 18. júlí 2020. Von er á 250 ungmennum á aldrinum 14-16 ára frá Danmörku, Finnlandi, Svíþjóð, Færeyjum og Íslandi.

Þátttakendur

Fyrir þá sem taka þátt í starfi KFUM og KFUK og eru í 8.-10. bekk og 1. ár í framhaldsskóla. Mótið sjálft stendur yfir frá 13.-18. júlí en íslenski hópurinn mun eyða 3 dögum í Helsinki eftir mótið sjálft. Heimferðin er 22. júlí.

Dagskrá

Dagskráin er full af skemmtilegri afþreyingu í bland við fræðslu og vinnustofur og má þar nefna: Íþróttir, gönguferðir, kvöldvökur, sundferðir, leikir, frjáls tími og margt fleira spennandi.

Dagana 18. – 22. júlí ætlum við að eyða í Helsinki. Dagskráin þar mun innihalda tívolí, sund, sánu, skoðunarferð, frjálsan dag og endalausa skemmtun.

Verð og skráning

Skráning fer fram inn á sumarfjor.is undir vetrarstarf KFUM og KFUK. Þar þarf að greiða staðfestingargjald sem er óafturkræft. Staðfestingargjaldið er 20.000 kr. Mótsgjaldið er 300 evrur eða um 42.000 og innifalið í því er morgun-, hádegis- og kvöldmatur, gisting og öll afþreying á meðan mótinu stendur. Síðan bætist við flugkostnaður sem er um 100.000 kr., gisting, uppihald og afþreyging í Helsinki eftir að loknu mótinu. Gert er ráð fyrir að heildarkostnaður sé um 195.000 kr. á þátttakanda.

Nánari upplýsingar

Allar nánari upplýsingar um mótið veita forstöðufólk í deildunum einnig hjá Eydís Ösp Eyþórsdóttir (eydis@kfum.is), æskulýðssfulltrúa en auk þess er hægt að hafa samband við skrifstofu KFUM og KFUK í síma 588-8899.


Fyrstu drög að dagskrá

Mánudagur 13. júlí

 • Flug til Helsinki
 • Flug til Ivalo
 • Rúta til Tievatupa
 • Mót hefst

Þriðjudagur 14.-föstudagur 17. júlí

 • Þátttaka í fjölbreyttri dagskrá mótsins

Laugardagur 18. júlí

 • Móti lýkur
 • Rúta til Ivalo
 • Flug til Helsinki
 • Gist á farfuglaheimili í Helsinki fram að heimferð

Sunnudagur 19. júlí

 • Tívolíferð

Mánudagur 20. júlí

 • Skoðunarferð um Helsinki
 • Sund og sána

Þriðjudagur 21. júlí

 • Frjáls dagur
 • Lokamáltíð

Miðvikudagur 22. júlí

 • Heimferðardagur

Nánar

Start:
13. júlí
End:
22. júlí
Event Viðburðaflokkar:
Merki Event:
, , , , , , , , , ,

Skipuleggjandi

Æskulýðsfulltrúar
Phone:
588-8899
Website:
https://www.kfum.is

Staður

Tiveatupa
Tievatuvantie 69
Sodankylä, Finland
Google Map
Website:
www.tievatupa.fi