Norrænt unglingamót

Home/Æskulýðsstarf/Norrænt mót/Norrænt unglingamót
Hleð Viðburðir

Sumarið 2020 heldur KFUM og KFUK í Finnlandi norrænt unglingamót í nyrstu byggðum Finnlands. Íslensk ungmenni hafa um áratugaskeið tekið þátt í þessum mótum vítt og breytt á norðurlöndunum, nú síðast í Vestmannaeyjum 2017.

Upplýsingar

KFUM og KFUK á Norðurlöndunum hafa haldið Norræn mót á tveggja til þriggja ára fresti í meira en 75 ár. Síðasta mót var haldið í Vestmannaeyjum en ferðini er núna heitið til Tievatupa í Lapplandi, norður Finnlandi 13.- 18. júlí 2020. Von er á 250 ungmennum á aldrinum 14-16 ára frá Danmörku, Finnlandi, Svíþjóð, Færeyjum og Íslandi.

Þátttakendur

Fyrir þá sem taka þátt í starfi KFUM og KFUK og eru í 8.-10. bekk og 1. ár í framhaldsskóla. Mótið sjálft stendur yfir frá 13.-18. júlí en íslenski hópurinn mun eyða 3 dögum í Helsinki eftir mótið sjálft. Heimferðin er 22. júlí.

Dagskrá

Dagskráin er full af skemmtilegri afþreyingu í bland við fræðslu og vinnustofur og má þar nefna: Íþróttir, gönguferðir, kvöldvökur, sundferðir, leikir, frjáls tími og margt fleira spennandi.

Dagana 18. – 22. júlí ætlum við að eyða í Helsinki. Dagskráin þar mun innihalda tívolí, sund, sánu, skoðunarferð, frjálsan dag og endalausa skemmtun.

Verð og skráning

Skráning fer fram inn á sumarfjor.is undir vetrarstarf KFUM og KFUK. Þar þarf að greiða staðfestingargjald sem er óafturkræft en lokaskráning er 18. nóvember nk. Staðfestingargjaldið er 20.000 kr. Mótsgjaldið er 300 evrur eða um 42.000 og innifalið í því er morgun-, hádegis- og kvöldmatur, gisting og öll afþreying á meðan mótinu stendur. Síðan bætist við flugkostnaður sem er um 100.000 kr., gisting, uppihald og afþreyging í Helsinki eftir að loknu mótinu. Gert er ráð fyrir að heildarkostnaður sé um 195.000 kr. á þátttakanda.

Nánari upplýsingar

Allar nánari upplýsingar um mótið veita forstöðufólk í deildunum einnig hjá Eydís Ösp Eyþórsdóttir (eydis@kfum.is), æskulýðssfulltrúa en auk þess er hægt að hafa samband við skrifstofu KFUM og KFUK í síma 588-8899.


Fyrstu drög að dagskrá

Mánudagur 13. júlí

 • Flug til Helsinki
 • Flug til Ivalo
 • Rúta til Tievatupa
 • Mót hefst

Þriðjudagur 14.-föstudagur 17. júlí

 • Þátttaka í fjölbreyttri dagskrá mótsins

Laugardagur 18. júlí

 • Móti lýkur
 • Rúta til Ivalo
 • Flug til Helsinki
 • Gist á farfuglaheimili í Helsinki fram að heimferð

Sunnudagur 19. júlí

 • Tívolíferð

Mánudagur 20. júlí

 • Skoðunarferð um Helsinki
 • Sund og sána

Þriðjudagur 21. júlí

 • Frjáls dagur
 • Lokamáltíð

Miðvikudagur 22. júlí

 • Heimferðardagur

Upplýsingar

Byrjar:
Mánudagur 13. júlí 2020
Endar:
Miðvikudagur 22. júlí 2020
Viðburðaflokkur:
Merki Viðburður:
, , , , , , , , , ,

Skipuleggjandi

Æskulýðsfulltrúar
Sími:
588-8899
Vefsíða:
https://www.kfum.is

Staðsetning

Tiveatupa
Tievatuvantie 69
Sodankylä, Finland
Google Map
Vefsíða:
www.tievatupa.fi