Fjölskylduflokkur verður haldinn í Vindáshlíð helgina 11.-13. mars 2011. Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá í yndislegu umhverfi fyrir börn og fullorðna. Aðeins um 40 km. akstur frá Reykjavík. Verð: 0-5 ára= 0 kr. 6-17 ára= 4.900 kr. 18 ára og eldri kr. 7.900. Innifalið í verði er gisting, dagskrá og fullt fæði. Dagskrá fjölskylduflokks er eftirfarandi:
Föstudagur 11.mars
kl. 18.30 Húsið opnað
Kl. 19.00 Kvöldverður
Kl. 20.00 Kvöldvaka
Upphafsorð og bæn.
Leikir og létt gaman. Meðal annars skemmtilegir trommu og leiklistarleikir.
Kl. 21.30 Kvöldkaffi
Hallgrímskirkja í Vindáshlíð opin
Íþróttahús opið.
Laugardagur 12. mars
Kl. 09.00-09.55 Morgunmatur
Kl. 10.00 Grunngildi fjölskyldunnar. Gunnar Hersveinn Sigursteinsson, rithöfundur og heimspekingur.
Á sama tíma eru leikir og föndur fyrir börn í íþróttahúsi.
Kl. 12.00 Hádegismatur
Kl. 13.00 Frjáls tími. Ýmislegt í boði:
ganga (sem miðast við aðstæður)
brennó
föndur
afslöppun
Kl. 15.00 Kaffitími
Kl. 15.45 Undirbúningur herbergja fyrir kvöldvöku
Kl. 18.30 Veislukvöldverður
Kl. 20.00 Kvöldvaka
Kl. 21.30 Kvöldkaffi
Kl. 22.00 Varðeldur ef veður leyfir.

Sunnudagur 13. mars
Kl. 09.00-10.00 Morgunmatur
Kl. 11.00 Stund í kirkjunni. Umsjón: Kristný Rós Gústafsdóttir, B.A. Guðfræði.
Kl. 12.15 Hádegismatur
Kl. 13.30 Heimferð

Stjórnandi: Jessica Leigh Andrésdóttir
Tónlist: Rúna Þráinsdóttir og Helga Rut Guðmundsdóttir
Matráður: Steinunn Jónsdóttir

Nauðsynlegur útbúnaður:
Gönguskór/stígvél, hlý útiföt, regngalli, föt til skiptanna, húfa, vettlingar, ullarsokkar, lopa-/flíspeysa, inniskór, föt til skiptanna, fínni klæðnaður fyrir veislukvöld, sæng/svefnpoki, lak, koddi, handklæði, tannbursti, tannkrem og annað snyrtidót.