
Fjölskylduflokkur í Vindáshlíð
27. maí - 29. maí
Vindáshlíð býður í fyrsta sinn upp á fjölskylduflokk, þar sem við bjóðum fjölskyldum að koma og eiga góða stund saman í Hlíðinni okkar fögru. Flokkurinn verður haldinn 27. maí til 29. maí en nánari dagskrá kemur síðar.
Það verður margt í boði, góður matur, fræðsla, söngur og ýmis skemmtun.
Ekki missa af þessu frábæra tækifæri og skráið ykkur hér á https://www.sumarfjor.is/Slot.aspx?id=1994
Athugið að nauðsynlegt er að skrá alla í fjölskyldunni. Eftir að búið er að skrá fjölskylduna munið þið fá sendan greiðslulink þar sem greitt er fyrir alla fjölskylduna.
Verð í flokkinn er 13.500 kr á mann en hámark er 41.000 kr á fjölskyldu.
Við bendum á að skrifa í athugasemdardálk við hverja skráningu hverjir eru að ferðast saman.
Hlökkum til að sjá ykkur!