Hleð Viðburðir

Basar KFUK hefur verið fastur liður í upphafi aðventu í Reykjavík í ríflega 100 ár. Í ár verður hann haldinn laugardaginn 27. nóvember.

Basarinn gegnir mikilvægu hlutverki í fjáröflun fyrir starfsemi KFUM og KFUK, en allur ágóði af honum rennur til starfsemi félagsins. Basarinn er orðinn vel þekktur fyrir fallegt og vandað handverk KFUK-kvenna, og ýmislegt ljúffengt góðgæti sem þær hafa bakað af kunnri færni.

Tekið er við gjöfum á basarinn í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28 í vikunni áður en basarinn er haldinn. KFUK-konur hvetja alla til að styðja við framtakið og láta gott af sér leiða með því að gera eitthvað sem hægt er að selja á basarnum: kökur af öllum gerðum og stærðum, sultur eða annað matarkyns. Einnig er hægt að styðja við basarinn með því að gefa til hans nýja eða notaða (og vel með farna) smáhluti og fylgihluti.

Allir eru hjartanlega velkomnir á Basar KFUK, sem er kjörið tækifæri til að styðja við starfsemi félagsins, en um leið festa kaup á fallegu handverki og gómsætu góðgæti, rétt áður en aðventan gengur í garð.

Upplýsingar

Dagsetning:
Laugardagur 27. nóvember 2021
Tími:
14:00 - 17:00
Viðburðaflokkar:
, ,

Staðsetning

KFUM og KFUK Holtavegur
Holtavegur 28
Reykjavík, 104 Iceland
+ Google Map
Sími:
588-8899
View Staðsetning Website