Í kvöld, fimmtudaginn 6.október kl.20 verður fyrsti fundur vetrarins haldinn hjá Aðaldeild (AD) KFUM í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28 í Reykjavík.
Efni fundarins er Heimsþing KFUK sem fór fram í Sviss nú í sumar. Gestir fundarins eru fulltrúar Íslands á Heimsþinginu, þær Gyða Karlsdóttir, Hildur Björg Gunnarsdóttir, Hildur Þóra Hallbjörnsdóttir og Kristín Sverrisdóttir.
Gyða Karlsdóttir verður með kynningu, og Kristín Sverrisdóttir hefur hugleiðingu.
Að fundi loknum verður boðið upp á kaffi og kaffiveitingar á vægu verði og gestir eru hvattir til að staldra við og eiga saman notalega stund í upphafi vetrarstarfsins.
Fundir hjá AD KFUM fara fram hvert fimmtudagskvöld í vetur.
Allir karlmenn eru hjartanlega velkomnir!