Nú er vetrarstarf KFUM og KFUK í æskulýðsdeildum um land allt að hefjast af fullum krafti.
Að því tilefni verður KICK-OFF vetrarins fyrir sjálfboðaliða starfsins, haldið á Holtavegi 28, kl. 17:30 í dag, fimmtudaginn 1. september.
Þar verður farið yfir starfið, boðunarefni vetrarins kynnt og leiðtogar fá tækifæri til að sýna sig og sjá aðra. Dagskrá fyrir vetrarstarfið verður sett saman, hin ýmsu dagskrártilboð sem í boði verða á starfsárinu verða kynnt og síðast en ekki síst er markmið kvöldsins að skemmta sér rækilega. Kvöldið verður svo endað með pizzuveislu.
Allir sjálfboðaliðar vetrarstarfsins eru hvattir til að mæta og taka þátt!
Skipulagning og umsjá KICK-OFF-sins er höndum starfsmanna á æskulýðssviði, þeirra Jóhanns Þorsteinssonar, Hjördísar Rósar Jónsdóttur og Jóns Ómars Gunnarssonar.