Æskulýðsvettvangurinn

Æskulýðsvettvangurinn vinnur að sameiginlegum hagsmunamálum barna og ungmenna í íþrótta- og æskulýðsstarfi

Æskulýðsvettvangurinn er samstarfsvettvangur Bandalags íslenskra skáta, KFUM og KFUK á Íslandi, Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Ungmennafélags Íslands.

Æskulýðsvettvangurinn stendur fyrir námskeiðum og fræðslu fyrir starfsfólk og sjálfboðaliða sem starfa með börnum og ungmennum. Sjá nánar á heimasíðu Æskulýðsvettvangsins.

Heimasíða Æskulýðsvettvangsins 

Netnámskeið í barnavernd (undir Æskulýðsvettvangurinn)

https://www.aev.is/namskeid/barnavernd

Námskeiðinu er ætlað að auka þekkingu starfsfólks og sjálfboðaliða í íþrótta- og æskulýðsfélögum um land allt á einelti, ofbeldi og áreitni sem börn og ungmenni geta orðið fyrir og afleiðingunum af því. Námskeiðið inniheldur fræðslu um líkamlegt og andlegt ofbeldi, kynferðislegt ofbeldi, vanrækslu, samskiptavanda og einelti, með áherslu á börn og ungmenni.

Fjölmenning og inngilding (undir Æskulýðsvettvangurinn)

https://www.aev.is/fjolmenning-og-inngilding

Verkfæri fyrir íþrótta- og æskulýðsfélög og aðra sem starfa með börnum og ungmennum.