Föstudaginn 19. september kl. 19:00 verður hinn árlegi Hátíðar- og inntökufundur KFUM og KFUK í félagsheimilinu okkar að Holtavegi 28.
Fundurinn verður með hlýlegu og vinalegu yfirbragði, ljúffengum veitingum og fjölbreyttri dagskrá:
Veislustjórar kvöldsins eru Guðjón Daníel Bjarnason og Jónas Breki Kristinsson.
Sigga Beinteins heldur uppi stemningunni og syngur nokkur vel valin lög.
Matthías Guðmundsson flytur hugvekju.
Sigga Beinteins heldur uppi stemningunni og syngur nokkur vel valin lög.
Matthías Guðmundsson flytur hugvekju.
Tveir félagar verða sæmdir gullmerki KFUM og KFUK.
Nýjir félagar boðnir velkomnir með hefðbundnum hætti.
Viðurkenning veitt til fimm stjörnu foringja.
Jakob Freyr Einarsson sér um tónlistina.
Nýjir félagar boðnir velkomnir með hefðbundnum hætti.
Viðurkenning veitt til fimm stjörnu foringja.
Jakob Freyr Einarsson sér um tónlistina.
Það er enginn aðgangseyrir, en tekið verður á móti frjálsum framlögum til að mæta kostnaði við fundinn.
Við hlökkum til að sjá ykkur á þessum ótrúlega fallega og skemmtilega viðburði þar sem við fögnum félagsskapnum, nýjum félögum og góðum vinum.
Skráning fer fram hér: https://www.sumarfjor.is/Event.aspx?id=11
Síðasti skráningardagur er fimmtudagurinn 18. september.