Sunnudaginn 17. ágúst 2025 verður hinn árlega kaffisala Hólavatns.

Í ár á Hólavatn 60 ára afmæli og ætlum við að hefja daginn á stuttri afmælissamveru kl. 14:15.

Kaffisalan verður frá 14:30 – 17:00 og má búast við að borðin svigni undan kræsingum.

Þetta er tilvalið tækifæri til að koma og skoða staðinn og allt það ævintýralega umhverfi sem að hann hefur upp á að bjóða.

Verð: 6 – 12 ára 1.500 kr.

12 ára og eldri 2.500 kr.

Athugið að ekki er posi á staðnum.

 

Allir hjartanlega velkomnir.