Vorferð yngrideilda er árlegur viðburður haldinn fyrir yd-deildir KFUM og KFUK á Íslandi. Þar kynnumst við öðru ungu fólki og tökum þátt í skemmtilegri dagskrá með boðskap Jesú Krist að leiðarljósi. Mótið er haldið er í Vatnaskógi helgina 19.-21. apríl. Skemmtileg og spennandi dagskrá í boði eins og t.d. íþróttaviðburðir, leikir, slímgerð, brjóstsykursgerð, heitir pottar, kvöldvökur, varúlfur og margt fleira. Öll ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á mótinu.

 

Hvað þarf að taka með?

Svefnpoka/sæng, lak og kodda, snyrtidót, hlýjan útivistarfatnað, íþróttaföt, sundföt, föt til skiptana og annað tilheyrandi. Þátttakendum er heimilt að taka með nammi og snakk í hóflegu magni.

 

Símar eru ekki leyfðir á mótinu. Ef að svo ber við að þátttakendur þurfa að hringja heim þá aðstoða leiðtogar við það. Athugið að allir fá að hringja heim sem vilja og biðja um það.

 

Hvað má ekki taka með?

Orkudrykkir eru stranglega bannaðir, gos og símar.

Vatnaskógur áfengis-, tóbaks-, og vímuefnalaus staður.

 

Brottfaratímar

Höfuðborgarsvæðið (Holtavegur 28) – 17:30

Reykjanesbær (Hátún 36)                  – 17:00

Hveragerði (Kirkja)                             – 16:30

Þorlákshöfn (Kirkja)                           – 16:45

Hvolsvöllur (skóli)                              – 16:00

 

Lagt verður af stað heim úr Vatnaskógi á sunnudaginn, 21. apríl, klukkan 12:00

Tímasetningar gætu breyst, leiðtogar láta vita ef eitthvað breytist. Rúturnar eru 1 klukkustund á leiðinni frá Vatnaskógi á Holtaveg 28.

 

Skráning

Verð á mótið er 21.000 kr. Innifalið er rútuferðir, gisting, matur og öll dagskrá. Skráning á mótið fer alfarið fram á netinu á sumarfjor.is

Mótið er að finna undir hnappnum Vetrarstarf KFUM og KFUK, þar velur þátttakandi deildarstarfið sem hann/hún/hán er í.

Skráningu lýkur á miðnætti þriðjudaginn 16. apríl, ekki er hægt að skrá á mótið eftir það.

Ath.! takmörkuð pláss eru á mótinu.

 

Nánari upplýsingar

Allar nánari upplýsingar veita leiðtogar hverrar deildar.

Einnig má alltaf senda póst á hreinn@kfum.is eða hafa samband við skrifstofuna.

Skrifstofa KFUM og KFUK á Íslandi, Holtavegur 28, sími: 588 8899