Þann 9. febrúar n.k. mun skemmtinefnd Ölvers sjá um hljóðlaust uppboð á allskyns veglegum hlutum og mun allur ágóði renna beint í söfnunina fyrir nýjum leikskála í Ölveri.
Léttar veitingar í boði fyrir alla.
Búið er að opna fyrir miðasölu hér: https://www.sumarfjor.is/Slot.aspx?id=12342
Hljóðlaust uppboð virkar þannig að allskyns hlutir eru til sýnis með blaði fyrir framan og getur hver sem er boðið í hlutinn með því að skrifa nafnið sitt og það sem hann er tilbúinn til þess að borga fyrir hlutinn og svo getur næsta manneskja boðið hærra í hlutinn. Þegar tíminn rennur út mun hæstbjóðandi vinna hlutinn.
Við hlökkum mikið til að sjá ykkur á Holtaveginum og lofum miklu úrvali á veglegum hlutum svo allir geta fundið eitthvað fyrir sig.