Stjórn KFUM og KFUK á Íslandi býður til samveru þriðjudaginn 5.desember kl. 17:00 á Holtaveg 28 þar sem sjálfboðaliði ársins verður heiðraður.
Innan KFUM og KFUK á Íslandi starf fjölmargir sjálfboðaliðar. Valið á sjálfboðaliða ársins er liður í að þakka þeim fjölmörgu sem leggja til af sínum tíma og orku í starfsemi félagsins á ári hverju. Sjálfboðaliðar vinna að fjölbreyttum verkefnum, bæði sem eru vel sýnileg en ekki síður eru fjölmargir sem vinna að sjálfboðinni vinnu „á bakvið tjöldin“ og því ekki endilega alltaf í sviðsljósinu.
Dagur sjálfboðaliðans er haldinn 5. desember ár hvert og í tilefni dagsins vill KFUM og KFUK á Íslandi beina ljósinu að þeim sjálfboðaliðum sem starfa fyrir félagið og og jafnframt þakka öllum sjálfboðaliðum fyrir þeirra óeigingjarna starf félaginu til heilla.
Allir velkomnir!