Nú er komið að uppáhalds árstíma okkar þegar fallega skreyttis skókassar koma í hús. Í fyrra sendum við 5575 kassa til Úkraínu og vonumst við eftir að ná inn sama magni í ár.

Tekið er á móti skókössum í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg mánudaga til fimmtudaga frá frá kl. 9:00-17:00 og föstudaga frá kl. 9:00-16:00.

Síðasti móttökudagur verkefnisins fyrir jólin 2023 er laugardagurinn 11. nóvember kl. 11:00 – 16:00 í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg í Reykjavík (gegnt Langholtsskóla). 

Hægt er að sjá alla skiladaga á landsbyggðinni hér: https://www.kfum.is/skokassar/skokassar/mottokusta%c3%b0ir/

Núna geta þeir sem eiga erfitt með að pakka skókössunum í gjafapappír eða hafa ekki tíma til þess, keypt tilbúna kassa. Kassinn er fallega myndskreyttur að utan og innan í kassanum er ljósmynd frá Íslandi og jólakveðja á úkraínsku til móttakanda sem segir jafnframt stuttlega frá Íslandi.  Kassinn kostar 450 kr. og er hægt að kaupa á Holtavegi. Eins er hægt að panta kassa hér: https://www.klik.is/