Í ár verður Vatnaskógur 100 ára.

Í tilefni þess stefna Skógarmenn að því að safna 1.000 krónum fyrir hvern dag í 100 ára sögu staðarins fyrir lok afmælisársins 2023.

Skógarmenn eru félagið sem af hugsjónum rekur Vatnaskóg fyrir æsku landsins.
Vatnaskógur er sannkallað ævintýraland sem býður börnum og unglingum tækfæri til að rækta allt í senn líkama, sál og anda. Markmiðið er að börn finni að þau skipti máli og geti ræktað hæfileika sína á skemmtilegan hátt, um leið og þau efla trúarvitund og félagsþroska í fallegri náttúru.

 

Hvernig styrki ég?

Með því að fara inná https://vatnaskogur100.is/   og smella á einn hnapp.

Það er líka hægt að kynna sér söfnunina, hvað er verið að styrkja og hvernig gengur.

Munið, margar hendur vinna létt verk.