KFUM og KFUK bjóða upp á gítarnámskeið fyrir tilvonandi starfsmenn sumarbúðanna og félagsfólk á öllum aldri.

Námskeiðið er ætlað blá-byrjendum og/eða þeim sem hafa hug á því að geta leikið (betur) undir söng á gítar.

Kennari á námskeiðinu er Hannes Guðrúnarson, gítarkennari og tónlistarmaður, með tæplega 40 ára reynslu að baki.

Nemendur eru kynntir fyrir hljóðfærinu og læra nokkra hljóma léttum dúr, og moll.

Þetta nýtist við undirleik í sumarbúðum, á sólarströnd, í partíum og síðast en ekki síst í starfi KFUM og KFUK.
Um er að ræða sex skipti og er hver kennslustund 45 – mín.

 Eina skilyrðið er að mæta með góða skapið (helst), gítar, blýant og A5 stílabók.

Kennt er á  mánudögum og fimmtudögum á Holtavegi 28 sem hér segir:

Fimmtudaginn 16. maí kl. 18:00 – Fellur niður af óviðráðanlegum orsökum
Mánudaginn 20. maí kl. 18:00  –
Fimmtudaginn 23. maí kl. 18:00 –
Fimmtudaginn 30. maí kl. 18:00 (uppstigningardagur)
Mánudaginn 3. júní kl. 18:00 –
Fimmtudaginn 6. júní kl.18:00  – Lokadagur námskeiðsins verður í  Vatnaskógi !

Skráning á námskeiðið er hafin. Hægt er að skrá sig hér
https://sumarfjor.is/Slot.aspx?id=1447

ATH: Takmörkuð pláss í boði.