Vorferð yngri deilda KFUM og KFUK

Vorferð yngri deilda KFUM og KFUK

Vorferðin er árlegur viðburður hjá KFUM og KFUK fyrir börn á aldrinum 9-12 ára. Þar sem ferðinni er haldið í Vatnaskóg og nóg verður um að vera. Allir eiga að finna eitthvað við sitt hæfi! Ferðin verður farin 5.-6. apríl nk.

Hvað verður gert? Ýmislegt verður brallað á meðan dvölinni stendur í Vatnaskógi eins og hefðbundar og óhefðbundar íþróttir, hoppukastalar, leikir, kvöldvaka og margt fleira.

Brottfaratímar:

Holtavegur 28  17:30

Keflavík   16:00

Akranes   18:00

Hveragerði  17:30

Grindavík  16:30

Ath. Tímasetningar gætu breyst, upplýsingar veita leiðtogar deildanna.

Verð og skráning Skráning er hafin og henni lýkur sunnudaginn 31. mars 2019!

Verð í ferðina er 8500 kr. Innifalið er rútuferðir, gisting, matur, dagskrá. Skráning og greiðslur fyrir mótið fara alfarið fram á netinu, í skráningarkerfi KFUM og KFUK www.sumarfjor.is. Mótið er að finna undir hnappinum Vetrarstarf KFUM og KFUK.

Hvað þarf að taka með? Svefnpoka, lak, kodda, tannbusta, tannkrem, hlýjan og góðan útivistarfatnað, íþróttaföt, aukaföt, annað tilheyrandi og góða skapið!

Nánari upplýsingar:

Allar nánari upplýsingar um ferðina má fá hjá leiðtogum hverrar deildar en einnig er hægt að hafa samband við Hreinn Pálsson í tölvupóst, hr1palsson@gmail.com.

Dagskrá:

Föstudagur 5. apríl

18:30    Koma sér fyrir í Vatnaskógi

19:00    Kvöldmatur

19:30    Samhristingur

20:00    Kvöldvaka

21:00    Frjáls tími

22:00    Kvöldkaffi

22:30    Náttfata Partý

23:00    ZZZzzzz

Laugardagur 6. apríl

08:30    Vakna

09:00    Morgunmatur

09:30    Morgunstund

10:00    Ævintýraleikur

11:30    Frágangur og tiltekt

12:00    Hádegismatur

12:30    Myndataka

12:45    Heimferð