AD-fundurinn fimmtudaginn 14. mars ber yfirskriftina: Hverjar eru hugsjónir KFUM og KFUK á 120 ára afmælisári? en í ár eru 120 ár síðan séra Friðrik Friðriksson stofnaði félögin. 
Helgi Gíslason, formaður félagsins, annast efnið og Tómas Torfason, framkvæmdastjóri þess, stjórnar fundi og hefur upphafsorð og bæn. 
Sr. Valgeir Ástráðsson hefur hugvekju og Ingibjartur Jónsson sér um tónlistina. 
Fundurinn er sameiginlegur fundur AD KFUM og KFUK. Kaffiveitingar og spjall eftir fund. Fjölmennum og bjóðum gestum með okkur.