Vorferð yngri deilda er árlegur viðburður í æskulýðsstarfi KFUM og KFUK. Ferðin er fyrir börn á aldrinum 9-12 ára þar sem dvalið verður í Vatnaskógi frá 5. – 6. apríl! Nóg verður um að vera og allir eiga eftir að finna eitthvað við sitt hæfi, hvort sem það eru hefðbundar eða óhefðbundar íþróttir, hoppukastalar, leikir, kvöldvaka, ævintýraleikur eða náttfatapartý! Mikil spenna er bæði hjá leiðtogum og börnunum sjálfum fyrir þessari ferð og von er á fjölmennum hóp í Vatnaskóg þetta árið.