Nú er vetrarstarf KFUM og KFUK í æskulýðsdeildum hafið eftir jólafrí. Deildarstarf KFUM og KFUK fer fram á eftirfarandi stöðum á höfuðborgarsvæðinu: Lindakirkju, Kópavogskirkju, Fella- og Hólakirkju, Ölversdeild og Vindáshlíðardeild. Á landsbyggðini eru eftirfarandi staðir: Keflavík, Grindavík, Innri-Njarðvík, Hveragerði, Akranesi, Akureyri, Dalvík, Siglufirði og Vestmanneyjum.

Við bjóðum öll börn í 2. – 10. bekk velkomin í starfið til okkar. Deildunum er skipt í þrjár deildir, Vinadeildir 2. – 4. bekkur, Yngrideildir 5. – 7. bekkur og Unglingadeildir 8. – 10. bekkur.

Það er spennandi vetur framundan hjá okkur og nóg um að vera í vetur t.d. Friðriksmót, Vetrarferð til Akureyrar, Vorferð og aðrir viðburðir sem setja mark sitt á æskulýðsstarf KFUM og KFUK. Frekari upplýsingar um hverja deild er að finna hérna á heimasíðunni en einnig er hægt að hringja á skrifstofuna í síma 588 8899 fyrir frekari upplýsingar.