Núna fer senn að líða að jólum og af því tilefni ætla KSS og KSF að halda jólatónleika. Tónleikarnir verða haldnir þann 20. desember, Holtavegi 28 kl. 20:00. Hljómsveit KSS ætlar að spila ljúfa tóna ásamt kór KSS – sérstakir gestir verða þau Jóhanna Elísa og Omotrack 🙂
2000kr kostar inn á tónleikana (frítt fyrir 12 ára og yngri) allur ágóði rennur til félaganna – miðakaup fara fram í andyrinu 😉
Eftir tónleikana verður boðið uppá kaffi og kökur, tilvalið að enda daginn á góðu spjalli í góðum félagsskap 😉
Hlökkum til að sjá sem flesta – KSS & KSF 😉