Eftir að hitaveita var lögð um Kjósarhrepp opnaðist í fyrsta sinn möguleiki á kynda Vindáshlíð með heitu vatni og er það tækifæri sem ekki hægt að láta framhjá sér fara. Sú breyting mun hafa mikil áhrif á Vindáshlíð og mun meðal annast lækka kyndikostnað, auka möguleika á vetrarstarfi og treyst rekstrargrundvöll Vindáshlíðar. Þeir sem þekkja til í Vatnaskógi vita hve mikið starfið þar breyttist og styrktist með tilkomu hitaveitu 1992 og má því ætla að bjartir og jafnframt spennandi tímar séu framundan í Vindáshlíð.

Vindáshlíð er nú í þeirri kostnaðarsömu framkvæmd að leggja ofnakerfi auk þess sem þörf er að fara í annað nauðsynlegt viðhald á húsunum. Kostnaður vegna þessa hleypur á milljónum. Það er vilji stjórnar Vindáshlíðar að meiri háttar framkvæmdir séu ekki fjármagnaðar með dvalargjöldum og því er nú hafin söfnun til að standa straum af þessum kostnaði.

Hluti af söfnuninni verður í gegnum vefsíðuna Karolina Fund  á vefslóðinni:https://www.karolinafund.com/project/view/2239                                                                 Þar er hægt að leggja söfnuninni lið. Mikilvægt er að sem flestir deili síðunni á samfélagsmiðlum eða með öðrum hætti til sem flestra vina, ættingja og annarra kunningja.Þannig nær söfnunin sem mestri útbreiðslu og er um leið góð auglýsing um hið góða og mikilvæga starf sem unnið er í Vindáshlíð og sumarbúðunum öllum.

Annar hluti söfnunarinnar er að stjórn Vindáshlíðar sækir styrki til fyrirtækja. Vonir standa til um að hægt sé að ná töluverðum pening inn þar. Allar gjafir, hjálp og ábendingar eru vel þegnar.

Meðfylgjandi er söfnunarreikingur verkefnisins og geta hvort sem er fyrirtæki og einstaklingar gefið inn á hann.

KFUM og KFUK í Vindáshlíð

Kennitala: 590379-0429

Reikningur: 0513-26-790010

IBAN Númer: IS 550515-26-163800

Swift Code: GLITISRE

Nú fer í hönd mikið fjáröflunarferli hjá Vindáshlíð og verða fleiri leiðir en þessar notaðar til að afla fjár sem kynntar verða síðar. Auk þess verða skipulagðir vinnudagar í byrjun ár til þess að lækka kostnað og verður þar þörf fyrir margar fúsar hendur.

Mikilvægasta verkefnið sem allar hendur geta tekið þátt í er að biðja fyrir þessu stóra verkefni. Það reynir mikið á stjórn Vindáshlíðar og við biðjum því alla að biðja fyrir hitaveitunni, fjármögnuninni og stjórninni.

Guð blessi ykkur.