Þann 4. – 8. ágúst 2019 verður haldinn afmælisviðburður KFUM í Evrópu. YMCA 175 verður haldinn í London þar sem von er á yfir stórum hóp af ungu fólki á aldrinum 16 -35 ára frá 6 heimsálfum og yfir 100 löndum!

Einkunnarorð KFUM og KFUK, líkami, sál og andi er þema YMCA 175 og verða svæði viðburðarins skilgreind eftir einkunnarorðum. Það verður nóg um að vera fyrir alla á þessum stóra alþjóðlega viðburði, þar á meðal allskonar íþróttir, fræðsla og helgistundir og margt, margt annað.

Miði á viðburðinn, gisting, morgunmatur, hádegismatur og kvöldmatur alla dagana og ferðapassi til þess að ferðast um London er 410 pund ef skráð er fyrir janúarlok 2019 (67.000 kr. m.v. gengi 10/12/18) og 465 pund ef skráð er síðar (76.000 kr. m.v. gengi 10/12/18). Áætlað flugverð er um 20.000 kr.

Hægt er að fylgjast með á íslenskri Facebook síðu fyrir viðburðinn: https://www.facebook.com/events/354713871970944/

Meiri upplýsingar veitir Unnur Ýr Kristinsdóttir, verkefnastjóri æskulýðsstarfs, unnur@kfum.is.