Fimmtudaginn 6. desember verður sameiginlegur aðventufundur AD KFUM og KFUK kl. 20:00 á Holtavegi.
Fjölbreytt dagskrá:
Sr. Karen Lind Ólafsdóttir hefur upphafsorð og bæn.
Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar, rifjar upp jólaminningu frá Eþíópíu.
Sálmavinafélagið, Bjarni Gunnarsson, Rúna Þráinsdóttir og Helga Vilborg Sigurjónsdóttir, flytja nokkra lítt kunna jólasálma.
Happdrætti á vegum basarnefndar KFUK.
Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson flytur hugvekju.
Helgi Gíslason, formaður KFUM og KFUK, stjórnar og Bjarni Gunnarsson sér um píanóleik.
Kaffi og með því í fundalok gegn vægu gjaldi.
Fjölmennum og bjóðum gestum með.