Sérstök KFUM og KFUK messa verður haldin sunnnudaginn 28. október nk. kl. 11 í Keflavíkurkirkju. Félagar og leiðtogar í KFUM og KFUK á Suðurnesjum taka virkan þátt í messunni. Þá mun Karlakór KFUM heiðrar okkur með nærveru sinni og söng undir stjórn Laufeyjar Geirlaugsdóttur. Sr. Erla Guðmundsdóttir sóknarprestur þjónar ásamt messuþjóni. Systa og sunnudagaskólaleiðtogar halda uppi fræðslu og fjöri fyrir yngri sem eldri í sunnudagaskólasamfélagi. Að lokinni messu reiða foreldrar fermingarbarna fram súpu í Kirkjulundi í boði sóknarnefndar.

Verið öll velkomin!