Ný persónuverndarlög hafa áhrif á starf okkar í KFUM og KFUK. Til að geta brugðist rétt við höfum við fengið Áslaugu Björgvinsdóttur, félagskonu, lögfræðing og sérfræðing í persónuverndarlögunum til að koma til okkar og fræða okkur um málið. Fundurinn er sérstaklega hugsaður fyrir stjórnarfólk og starfsfólk, bæði félagsins og starfsstöðva þess. En hann er að sjálfsögðu opinn fyrir þá sem láta sig málið varða og er umhugað um heill félagsins.

Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 24. október kl. 20-22 í húsi félagsins við Holtaveg.

Upplýsingar um fundinn á Facebook: https://www.facebook.com/events/1932608543707864/