KFUM og KFUK mælir með og tekur þátt í GLS leiðtogaráðstefnunni sem fram fer í Háskólabíói, föstudaginn 2. og laugardaginn 3. nóvember 2018. Sjá nánar www.gls.is.

Verð á ráðstefnuna er 15.500 kr.  KFUM og KFUK nýtir hópafslátt sem gerir 10.500 kr. fyrir þá sem skrá sig til þátttöku hjá félaginu fyrir 24. október.

GLS býður upp á sérstakt gjald fyrir ungmenni 16 – 24 ára til að hvetja þau til þáttöku 4.900 kr.

Reynslan hefur sýnt að þau sem sinna stjórnarstörfum fyrir félagið eiga mikið erindi á GLS ráðstefnuna.

Því niðurgreiðir félagið þátttöku fyrir fólk sem situr í stjórnum félagsins, sumarbúðanna eða annarra starfsstöðva KFUM og KFUK.

Skráning fer fram á bókunarvef félagsins www.sumarfjor.is. Einnig má skrá sig á skrifstofu félagsins s. 588 8899.