Sönghópur KFUK, Ljósbrot, stendur fyrir söngsamveru til heiðurs Lilju Kristjánsdóttur og trúarljóðum hennar sunnudaginn 22. apríl kl. 17.00 í Grensáskirkju, Háaleitisbraut 66, Reykjavík.

Sönghópur KFUK, Ljósbrot flytur ljóð eftir Lilju Kristjánsdóttur sem hefði átt 95 ára afmæli 11. maí. Lögin sem flutt verða við texta Lilju eru flest frumsamin af Keith Reed sem einnig stjórnar kórnum. Laufey Geirlaugsdóttir og Bryndís M. Schram Reed syngja einsöng.

Einnig verða flutt minningarbrot úr lífi Lilju sem var dygg kristniboðskona og studdi við starfið heima og heiman af lífi og sál, m.a. í kristniboðsfélögunum og KFUK.

Boðið verður upp á barnastarf meðan á samverunni stendur.

Allir eru hjartanlega velkomnir. Tekið verður við frjálsum framlögum til kristniboðsins