Á fundinum á þriðjudaginn 10. apríl verður Basar SÍK í Austurveri heimsóttur. Mæting er beint í Basarinn og það er opið hús frá kl. 17:00 en formleg dagskrá hefst kl. 17:30. Þær konur sem vilja taka þátt í „tískusýningu“ geta komið við á Basarnum næstu daga og fundið föt og fylgihluti sem þær vilja nota á fundinum. Basarinn er í Austurveri, Háleitisbraut 68.