Þann 9.-11. mars verður Vetrarferð KFUM og KFUK fyrir 15 ára og eldri á Akureyri. Aðeins 14 þátttakendur komast að frá Reykjavíkursvæðinu, lagt verður af stað kl. 13:30 á föstudeginum frá Holtavegi 28 og gist í Sunnuhlíð húsi KFUM og KFUK á Akureyri. Heimkoma er áætluð kl. 20:00 á sunnudeginum. Verð frá Reykjavík er 16.900 kr, innifalið í því er rúta, gisting, passi í fjallið á laugardeginum, morgunmatur, kvöldmatur á laugardeginum og skautar. Leiga á skíðum/bretti kostar 5.500kr aukalega. Verð fyrir Akureyringa er 9000 kr. Skráning fer fram hér.