Gestur fundarins er Bylgja Dís Gunnarsdóttir og hún mun kynna og iðka með okkur Kyrrðarbæn og Bíblíulega íhugun.

Kyrrðarbæn er kristin íhugunaraðferð. Íhugunarbæn er talin einskær gjöf Guðs. Í henni opnast hugur okkar og hjarta, öll vera okkar, fyrir Guði, hinum Æðsta Leyndardómi, handan hugsana, orða og tilfinninga. Fyrir náð verðum við meðvituð um Guð, sem við vitum fyrir trú, að er hið innra með okkur, nálægari okkur en andardráttur okkar, nær okkur en hugsanir okkar, nær okkur en svo að við ráðum nokkru um það, nær en okkar eigin vitund.

það getur verið gott að hafa með sér hlýtt sjal eða peysu og e.t.v. púða.

Opið hús er frá kl 17. Léttar veitingar, heilsute og kaffi eru á boðstólum fyrir 500 kr. Fundurinn hefst kl. 17.30 og fer fram að Holtavegi 28, 104 Reykjavík.