KFUM-skúrinn við Maríubakka. Fjallað verður um starfið í neðra Breiðholti í KFUM-skúrnum svokallaða við Maríubakka. Nokkrir þátttakendur í starfinu segja frá, Willy Petersen, Hreiðar Örn Zoega Stefánsson o.fl. Hugvekja verður í höndum Hannesar Guðrúnarsonar og tónlist annast Guðmundur Karl Einarsson. Fundurinn verður á Holtavegi 28 kl. 20:00.