Fyrsti AD KFUK fundurinn verður þriðjudaginn 16. janúar kl 17.30. Opið hús er frá kl 17. Léttar veitingar, heilsute og kaffi eru á boðstólum fyrir 500 kr. Efni fundarins er í höndum Lauru Scheving Thorsteinsson hjúkrunarfræðings sem fjallar um efnið: Áfram veginn – á leiðinni heim. Hljómsveitin Gleðisveitin sér um tónlist og söng. Það er full ástæða til að hvetja konur á öllum aldri að koma og njóta fundarins, fá hvatningu, gleði og uppörvun á göngunni með Jesú. AD nefndin hlakkar til að sjá sem flestar.