Fundir í AD KFUM hefjast á ný fimmtudaginn 11. janúar kl. 20 á Holtavegi. Efni fyrsta fundarins er frostavetur og loftslagsbreytingar og mun dr. Halldór Björnsson sérfræðingur í loftslagsmálum á Veðurstofu Íslands fjalla um efnið. Páll Skaftason hefur upphafsorð og bæn og Davíð Örn Sveinbjörnsson hugvekju. Birkir Bjarnason og Gríma Katrín Ólafsdóttir leika undir söng á píanó og trompet. Ólafur Sverrisson stjórnar fundi.