Næstkomandi laugardag, þann 9. desember, býður stjórn Vindáshlíðar í hlíðina á milli kl. 11-14. Þar verður hægt að höggva sér jólatré og fá heitt súkkulaði fyrir 5000 kr. Það er yndislegt að skreppa í hlíðina á þessum tíma og eiga þar góða stund í náttúrunni. Allur stuðningur kemur sér vel núna því það er verið að leggja hitaveitu sem á eftir að gjörbreyta nýtinu á staðnum.