Aðventufundur KFUM og KFUK verður þriðjudaginn 5. desember kl. 20 að Holtavegi 28. Dagskráin verður fjölbreytt að vanda. Karlakór KFUM og Kvennakór KFUK munu syngja hvorir fyrir sig og sameiginlega. Stjórnendur kóranna eru Laufey Geirlaugsdóttir og Keith Reed. En Keith Reed mun einnig leika á píanó undir almennum söng. Sólbjörg Linda Reynisdóttir og  Sigurbjörn Þorkelsson deila jólaminningu með fundargestum og sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir flytur hugvekju. Helgi Gíslason stjórnar fundinum. Happdrætti verður í höndum basarnefndar KFUK og miðinn kostar 1000 kr. Glæsilegar kaffiveitingar verða einnig í boði fyrir 1500 kr. Allir eru hjartanlega velkomnir að koma og eiga notalega og jólalega stund saman í byrjun aðventu.