Næsti AD KFUK fundur er þriðjudaginn 14.nóvember. Yfirskrift fundarins er kyrrð. Stjórn fundarins er í höndum Þórdísar Ágústsdóttur. Bergþóra Baldursdóttir sjúkraþjálfari verður með nokkrar líkams-og slökunaræfingar í upphafi. Ástríður Kristinsdóttir hjúkrunarfræðingur hefur íhugun dagsins og síðan er bænastund. Söngur og tónlist verður á ljúfum nótum. KFUK konur eru hvattar til koma og bjóða vinkonum með og njóta endurnærandi stundar í erli dagsins. Fundurinn er á Holtavegi 28.