Sameiginlegur fundur AD KFUK og KFUM

Sameiginlegur fundur AD KFUK og KFUM

  • Laugardagur 4. nóvember 2017
  • /
  • Fréttir

AD KFUK og AD KFUM verða með sameiginlegan fund fimmtudaginn 9. nóvember. Hús Vigdísar, Veröld, verður heimsótt og mæting er þangað kl. 20:00. Á eftir er síðan helgistund í Neskirkju í umsjá sr. Steinunnar Arnþrúðar Björnsdóttur. Leiðsögn í Veröld ásamt kaffiveitingum í Neskirkju eru 1000 kr.