Fundurinn 24. október kl. 17:00,  verður í minningu hjónanna Ingibjargar Jóelsdóttur og Ástráðs Sigursteinssonar. Systkinin Valgeir og Herdís Ástráðsbörn sjá um efnið. Fundurinn hjá AD KFUM, fimmtudaginn 26. október kl 20:00, er opin AD KFUK konum. Efni fundarins er Ljósmóðirin, saga og störf í umsjón Dr. Helgu Gottfreðsdóttur, prófessor. Dr. Ásgeir Ellertsson stjórnar og Þórdís Ágústsdóttir, ljósmóðir, flytur hugvekju. Báðir fundirnir fara fram á Holtavegi 28.