Fyrsti AD KFUK fundur vetrarins verður haustferð í Vindáshlíð þriðjudaginn 3. október. Rútan leggur af stað frá Holtavegi kl 17.30. Verð er 5.500 kr. og innifalið í því er bæði rúta og matur. Umsjón kvöldsins er í höndum Hlíðarstjórnar og hugleiðingu annast Magnea Sverrisdóttir djákni. Skráning fer fram hér undir Viðburðir KFUM og KFUK eða á skrifstofunni í síma 588 8899. Skráningu lýkur mánudaginn 2. október.
Hlíðarmeyjar og KFUK konur eru hvattar til að koma og bjóða með sér gestum.