Efni fundarins er Klaustur á Íslandi og mun dr. Steinunn Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræði, segja frá rannsóknum sínum. Upphafsorð, bæn og stjórnun fundarins annast Ingi Bogi Bogason og sr. Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti, hefur hugvekju. Eftir fundinn er kaffi og með því og tækifæri til að spjalla saman. Allir karlmenn velkomnir.