AD KFUK konur héldu fund snemma í haust þar sem ákveðið var að prófa breyttan fundartíma. Fundirnir verða nú  kl.17:30-18:30 á þriðjudögum en léttar veitingar verða í boði frá kl.17:00. Sameiginlegir fundir með AD KFUM eru nokkrir fyrir jól og verða þeir kl. 20:00 á fimmtudögum. Aðventufundinn verður hins vegar á þriðjudegi kl. 20:00. Vonandi sjá margar félagskonur sér fært að eiga uppbyggilegan eftirmiðdag saman í vetur við kertaljós í kaffiteríunni.