Fundir í AD KFUM hefjast annað kvöld, fimmtudaginn 28. september kl. 20:00 á Holtavegi 28. Efni fundarins er í umsjá Gunnars J. Gunnarssonar og Inga Boga Bogasonar og ber yfirskriftina Hugarflug til Öskju. Helgi Gíslason, formaður KFUM og KFUK, hefur upphafsorð og bæn og Þórarinn Björnsson hugleiðingu. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson leikur undir almennan söng og Árni Sigurðsson sér um kaffiveitingar. Allir karlmenn eru velkomnir.