Næsta Verndum þau námskeið verður haldið á miðvikudaginn 24. maí kl 17:00 á Holtavegi 28.
Námskeiðið er byggt á efni bókarinnar Verndum þau og fjallar um hvernig bregðast á við ef grunur um ofbeldi og vanrækslu gegn börnum og unglingum liggur fyrir.
Öllu starfsfólki KFUM og KFUK sem starfa með börnum er skylda að fara á námskeiðið á 2 ára fresti. Þátttakendur skrái sig á aev@aev.is.