Fimmtudaginn 20. apríl, sumardaginn fyrsta, verður kaffisala Skógarmanna haldin í sal KFUM og KFUK á Holtavegi 28 og stendur frá 14:00 til 18:00. Allir velunnarar Vatnaskógar eru hvattir til að mæta, styðja við starfið og njóta glæsilegra veitinga í leiðinni.
Kl. 20:00 um kvöldið eru síðan tónleikar að hætti Skógarmanna og því óhætt að lofa frábærri skemmtun. Hljómsveitin Omotrack sem sló í gegn í Músíktilraunum um síðustu helgi kemur fram. Karlakór KFUM mun syngja undir stjórn Laufeyjar Geirlaugsdóttur og undirleik Ástu Haraldsdóttur. Að lokum mun tónlistamaðurinn KK koma fram að sinni alkunnu snilld.
Allur ágóði dagsins rennur til Vatnaskógar en nú stendur yfir loka sprettur á innréttingavinnu við Birkiskála II. Það er því tilvalið að mæta og sýna Vatnaskógi stuðning og njóta góðra veitinga og frábærar tónlistar.