Nú er skráning hafin í vorferð AD KFUM og KFUK að Sólheimum í Grímsnesi. Farið verður þriðjudaginn 25. apríl kl. 17.30 frá Holtavegi 28. Matur verður í Vigdísarhúsi, kynning og skoðunarferð um svæðið sem lýkur með stund í Sólheimakirkju. Brottför frá Sólheimum er áætluð um kl. 22:00. Verð með rútu og léttum kvöldverði er 3.700 kr. Skráning fer fram í síma 588 8899 eða hér. Hvetjum alla til að mæta og eiga góða stund saman.