Síðasti AD KFUK fundur á  Holtavegi á þessu vormisseri verður þriðjudaginn 4. apríl kl 20.

Það er fjölhæft og skemmtilegt fólk sem sér um fundinn með Lauru Scheving Thorsteinsson í broddi fylkingar sem fjallar um þema kvöldsins „Vöxt að vori“ ásamt Gleðisveitinni sem syngur og leikur. Curtis Snook hefur upphafsorð og bæn og Sigurlína Sigurðardóttir endar kvöldið.

Eftir fund er samfélag og spjall yfir veitingum, kaffi og tei.

Konur eru hvattar til að koma og njóta kvöldsins í KFUK.

 

Minnum á sameiginlega vorferð A.D. KFUM og KFUK að Sólheimum í Grímsnesi þriðjudaginn 25.apríl. Nánari upplýsingar síðar