Vorferð KFUM og KFUK markar lok vetrarstarfs félagsins og undirbúning sumarstarfsins. Markmið vorferðarinnar er að leyfa krökkum í starfi KFUM og KFUK að kynnast, eignast nýja vini, taka þátt í skemmtilegri dagskrá og fræðast um Guðs orð. Ferðin verður í Vatnaskógi 31. mars – 1. apríl og kostar kr. 7.500. Skráning fer fram hér til miðnættis 29. mars. Mæting er á Holtaveg 28 kl. 17:00 á föstudaginn 31. mars og áætluð heimkoma er kl. 15 á laugardaginn 1. apríl. Takið með ykkur svefnpoka, kodda, sængurver, tannkrem, tannbursta, sundföt, aukaföt, náttföt og útiföt. Hvað verður gert? Leikir, náttfatapartý, ævintýraleikur, pottar, kvöldvaka, leikrit, borðtennis, fótboltaspil. þythokkí, helgistund, spil, íþróttir, leikrit, kvöldvaka. Nánari upplýsingar fást í síma: 588 8899 eða á heidbjort@kfum.is