Sameiginlegur fundur AD KFUK og KFUM verður þriðjudaginn 14.mars kl. 20 á Holtavegi.

Efni fundarins er helgað minningu Guðrúnar Lárusdóttur sem var formaður KFUK og alþingismaður. Dagskrá fundarins er fjölbreytt og hún er í höndum afkomenda Guðrúnar. Dr. María Ágústdóttir fjallar um lífshlaup hennar og hefur hugleiðingu. Sigrún V. Ásgeirsdóttir les úr blaðinu Mínervu og fer með erfiljóð. Einnig les Guðrún L. Ásgeirsdóttir úr bréfum Guðrúnar langömmu sinnar. Svanhvít Hallgrímsdóttir spilar undir söng og Kristín Sverrisdóttir stjórnar fundi. Karen Bjarnhéðinsdóttir og vinkonur sjá um veitingar. Karlar og konur eru hvött til koma og njóta kvöldsins í KFUK og KFUM.