Filippseyskar konur kalla eftir efnahagslegu réttlæti

Á Alþjóðlegum bænadegi kvenna, fyrsta föstudag í mars ár hvert, gefa konur frá ýmsum löndum innsýn í veruleika sinn. Að þessu sinni eru það konur frá Filippseyjum sem segja sögu sína. Þeirra megin bænarefni er efnahagslegt réttlæti. Samkirkjuleg bænasamkoma fyrir höfuðborgarsvæðið verður haldin í Háteigskirkju í Reykjavík kl. 20 þann 3. mars n.k. Hátíðarræðuna flytur Ragnhildur Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Hins íslenska biblíufélags. Hún er einnig stjórnandi Ljósbrots, kvennakórs KFUK, sem syngur og leiðir almennan söng við undirleik Bjarna Gunnarssonar. Einnig vera bænastundir með ýmsu sniði víðs vegar um land. Bæði konur og karlar eru velkomin á þessar stundir.

Upplýsingar veitir:

María Ágústsdóttir

maria.agustsdottir@kirkjan.is