Hátíðar- og inntökufundur félagsins verður þriðjudaginn 7. febrúar næstkomandi kl. 19 að Holtavegi 28.

Á fundinum eru nýjir félagar boðnir velkomnir í félagið samkvæmt gamalli og fallegri hefð.

Fundurinn er veislufundur með kvöldverði og öllu tilheyrandi. 

Veislustjóri er Anna Magnúsdóttir, hugleiðing er í höndum Ólafs Jóhanns Borgþórssonar

og hin 17 ára Jóna Alla Axelsdóttir syngur nokkur lög ásamt Bjarna Gunnarssyni sem leikur með á píanó.

Aðgangseyrir er 5.900 kr og skráning fer fram á sumarfjor.is og á skrifstofu félagsins í síma 588 8899.